fimmtudagur, apríl 21, 2005

Afsakið Hlé

Sökum anna er og verður svolítið hlé á blaðri.

Próf+verkefni+vinna+leikæfingar= engin tími í fánýtt nethjal.

föstudagur, apríl 15, 2005

Að bera sál sína

Á þessu nettorgi hefur ekki reynst Bamba með öllu auðvelt. En samt hann hefur þó ekki verið allsber með öllu. Meira svona topplaus.

Fjárinn hafi það ef þetta hefur ekki gert gott.Og afmáð að einhverju leyti hræðslu við að opinbera sig.

Auk þess þá er allt satt sem lærðir menn segja um að æfingin skapi meistarann. Bráðum verður Bambi meistarinn...

Eða Margaríta

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Bíll

Janfnvel í augýn eftir laaanga leit, en það skýrist betur innan viku.

Annars er æfing í kveld hjá Hugleik. Þetta hlutverk mitt er að valda mér heilabrotum og ég er ekki alveg með á hreinu hvernig ég á að tækla það. Hef aldrei áður leikið svona yfirgangs hrotta, er ekki alveg að finna týpuna í mér. En það gengur vonandi, annars geri ég mig bara að fífli.

En já meðan ég man þetta er færsla númer 60. Til hamingju með það Bambi(klappar sér á bakið).

sunnudagur, apríl 10, 2005

Patataz

Bambi gerðist menningarlegur í enn eitt skiptið í gær og fór í leikhús. Passaði sig þó á að vinna á móti menningarneyslunni með neyslu á Amerískum skyndibita á undan.

Fór að sjá leikverkið Patataz eða kartöflur sem Hugleikur bauð upp á. Ágætis verk, svolítð seigt í byrjun en vann á.

Í dag hef ég svo hámarkað plebbahátinn með því að þræða bílasölur enn eina ferðina með frúnni. Mikið skelfilega er það leiðinlegt! Það virðast allir hafa fengið þá flugu í höfuðið að kaupa sér nákvæmlega eins bíl og við á nákvæmlega sama tíma því framboðið er nánast ekkert.

Pant fara að finna kerru bráðum og hætta að standa í þessu bulli.

föstudagur, apríl 08, 2005

Vinningurinn sem ekki var

Vinningur

Nú hef ég endanlega gefið upp á bátinn heimsókn til góða dátans Sveik. Verð að viðurkenna örlítið svekkelsi og vanlíðan út af þessum málalokum.

Smá ábending til fyrirtækja.

Ekki gefa vinning sem verður þess valdandi að þið missið kúnna frekar en hitt.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Svikavor

Ullabjakk bara á þetta veður,ég hélt ég yrði úti á leiðinni í skólann. Halló...er ekki apríl? Ég vil Lóukvak og kýr í haga ekki þetta hélaða él að norðan.

Og meðan maður skelfur hér á skerinu er fólk að striplast á stuttermbolum í Evrópu lepjandi ís. Þetta bara er ekki sanngjarnt, hver sér eiginlega um að úthluta manni landi þegar maður fæðist?
Ætli það sé einhver kvörtunardeild þar ?

mánudagur, apríl 04, 2005

Að fara

Eða fara ekki til Prag það er stóra spurningin. Nú er ég alveg að brenna inni með þennan ágæta vinning minn og því orðið spurning um að hrökkva eða stökkva.

Vorðið í Prag ku vera yndælt en það er spurning um hvort ég myndi njóta þess sem skyldi með bullandi samviskubit yfir óleystum verkefnum í skólanum. Apríl er nefnilega hábölvaður tími til utanfara þegar maður er í námi með tilheyrandi verkefnaskilum.

Kannski að ég kasti bara krónu upp á þetta?

föstudagur, apríl 01, 2005

Ég veit

Ekki hvort það er nikótínleysið

En mér er bara orða vant hreinlega. Reyni og reyni að skrifa en sé alltaf bara feitan vindil á skjánum.

Það er engin léttavigt að hætta þessum andskota en ég skal...

Allavega þangað til á Kúbu