sunnudagur, apríl 10, 2005

Patataz

Bambi gerðist menningarlegur í enn eitt skiptið í gær og fór í leikhús. Passaði sig þó á að vinna á móti menningarneyslunni með neyslu á Amerískum skyndibita á undan.

Fór að sjá leikverkið Patataz eða kartöflur sem Hugleikur bauð upp á. Ágætis verk, svolítð seigt í byrjun en vann á.

Í dag hef ég svo hámarkað plebbahátinn með því að þræða bílasölur enn eina ferðina með frúnni. Mikið skelfilega er það leiðinlegt! Það virðast allir hafa fengið þá flugu í höfuðið að kaupa sér nákvæmlega eins bíl og við á nákvæmlega sama tíma því framboðið er nánast ekkert.

Pant fara að finna kerru bráðum og hætta að standa í þessu bulli.

Engin ummæli: