föstudagur, júlí 01, 2005

Að vera hjálpsamur

Virðist stundum snúast í öndhverfu sína.

Í dag eyddi ég heilmiklum tíma af dýrmætum matartíma í að koma þrastarunga í neyð á öruggan stað til að vera á.

Bölvaður vitleysingurinn hafði yfirgefið hreiðrið alltof snemma til að skoða heiminn( Þrestir verða greinilega gelgjur líka) og vappaði umkomulaus og ófleygur fyrir utan vinnuna hjá mér.

En mér datt í hug það snjallræði að allvega flytja hann á nálægan skúr til varnar svöngum kisum mávum og öðru af slíkri sort.

Skemmst frá því að segja að eftir tíu mínutna eltingaleik þá var aumingin nær losti af skelfingu og ég engu nær að ná honum.

Æi er ekki til eitthvað sem heitir að vera að skipta sér af því sem manni kemur ekki við?

Engin ummæli: