miðvikudagur, júní 22, 2005

Ja hver fjárinn

Bara tvær færslur í röð.

Það er svona þegar eitthvað markvert gerist.

En ég má til með að deila lesendum frá reynslu minni í nótt sem leið. Æi nei hættiði nú ekki sperrast allir upp þetta hefur ekkert með holdlegar fýsnir, búkhljóð eða undirmigu að gera.

Málið er það að ég brúka stundum eyrnartappa og komst að því í nótt þegar ég vaknaði um fjögur leitið að þeir eru hreint ekki góðir á bragðið.

Ég semsagt vaknaði með eitt kvikindi sundurtuggið upp í mér og á leiðinni á klósettið að skola munninn rann upp fyrir mér að mig hafði dreymt að það væri nikótíntyggjó í rúminu sem ég ætlaði að narta í.

Í fyrsta lagi er ég að hugsa um að hætta að nota eyrnatappa, ég gæti kafnað á þessu helvíti næst.

Nú og ef það dugar ekki þá verð ég náttúrulega að byrja að reykja aftur!

Engin ummæli: