þriðjudagur, júní 21, 2005

Þetta hefur gerzt

Síðan síðast.

Fór með Siggamus í afar velheppnaðan veiðitúr í Laxá í Kjós, bara helvíti flottir á því kallarnir. Að vísu ódýrasti tíminn enda fór það svo að við fiskuðum einungis urriða af ýmsum stærðum sem laxveiði gengur víst ekki út á.

Samt var þetta snilldar túr og dagurinn leið eins og örskot. Enda fór það svo að ég er búinn að gabba Sigga í meira og er kominn með samviskubit yfir að vera að gera hann gjaldþrota með veiðileyfakaupum.

En fé er bara til að fórna því í fjör.

Hef samt örlitlar áhyggjur af úthaldi okkar gömlu kallana. Túrinn í Kjósina var bara einn dagur og við vorum tvær vikur að jafna okkur. Næst á að taka 3 daga í beit...Vúhibbidíha

En ég hef þó 2 vikur á Kanarí að jafna mig eftir það...

Engin ummæli: