Hvað það er erfitt að vaska upp glös. Eða fyrir mig það er að segja. Mér virðist fyrirmunað svona nær alltaf að hreinsa burt skánina sem vill setjast á brúnina auk þess sem glasadruslurnar verða svona skýjóttar og ógagnsæjar.
Enda fæ ég þetta alltaf í hausinn aftur frá gæðaeftirlitinu.
Ég vil meina að ástæðan sé sú að illmögulegt er að vaska upp með gleraugu. Og gleraugnalaus á ég erfitt með að sjá nógu vel bannsettan skítinn á glösunum.
Þannig að ég sé þrennt í stöðunni:
A: Að hætta að vaska upp(fara í verkfall)
B: Að fá vinnukonu
C: Að fara í leysisjónaðgerð
Sjá dyggir lesendur einhverja fleiri kosti í stöðunni og hvað myndu þeir ráðleggja Bamba?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli