laugardagur, desember 31, 2005

Nú er

Enn eitt árið að líða og ekki fjölgar hárunum á hausnum á mér.

Ég náði þó að safna mér í örlitla bumbu með reykbindindinu. Það er miklu meira til af Bamba um þessi áramót en í fyrra sem hlýtur að vita á gott.

Árið var á allan hátt hið ágætasta með bráðskemmtilegum ferðum, bæði í veiði og til að túristast á erlendri grund. Bambi veit fátt skemmtilegra en slíkar ferðir bæði með hans ástkæru frú og góðum vinum.

Ég óska ykkur gleðilegs árs og megið þið hafa þökk fyrir það gamla elsku dúllurnar mínar.

laugardagur, desember 24, 2005

Ég óska ykkur

Öllum gleðilegra jóla elsku kútarnir mínir

laugardagur, desember 17, 2005

Uss

Hvað er gott að klára prófin

Mér líður eins og tíuhjóla trukkur hafi keyrt yfir mig.

Úff þrjú próf á þremur dögum er eins og skáldið sagði túmöjts.

Enda er ég búinn að vera með hálfgert óráð síðustu nætur þar sem sá litli svefn sem ég hef fengið getur af sér óþægilega drauma tengdu námsefninu og ég vakna upp í svitakófi.

Gaman samt að mig dreymdi að einn vinur minn væri risastór flyðra.

Hvað skyldi það nú merkja?

föstudagur, desember 09, 2005

Uff

Hvað mjér leiðast próf

Er samt að hugsa um fjörið eftir þau....

Samkvæmt hjátrúnni þá ættu bakeymslin sem ég hef náð mér í sökum þess að bogra við skrudduhelvítin að læknast með tvennum hætti að minnsta kosti.

Annað hvort að bera volga kúamykju á bakið á mér eða þá að njörva hreina mey við bakið á mér og bera hana þar nokkra stund.

Hmm... á nokkkuð létt með að tryggja mér mykju en hreina mey? Ætli Siggi telji?