miðvikudagur, júní 22, 2005

Ja hver fjárinn

Bara tvær færslur í röð.

Það er svona þegar eitthvað markvert gerist.

En ég má til með að deila lesendum frá reynslu minni í nótt sem leið. Æi nei hættiði nú ekki sperrast allir upp þetta hefur ekkert með holdlegar fýsnir, búkhljóð eða undirmigu að gera.

Málið er það að ég brúka stundum eyrnartappa og komst að því í nótt þegar ég vaknaði um fjögur leitið að þeir eru hreint ekki góðir á bragðið.

Ég semsagt vaknaði með eitt kvikindi sundurtuggið upp í mér og á leiðinni á klósettið að skola munninn rann upp fyrir mér að mig hafði dreymt að það væri nikótíntyggjó í rúminu sem ég ætlaði að narta í.

Í fyrsta lagi er ég að hugsa um að hætta að nota eyrnatappa, ég gæti kafnað á þessu helvíti næst.

Nú og ef það dugar ekki þá verð ég náttúrulega að byrja að reykja aftur!

þriðjudagur, júní 21, 2005

Þetta hefur gerzt

Síðan síðast.

Fór með Siggamus í afar velheppnaðan veiðitúr í Laxá í Kjós, bara helvíti flottir á því kallarnir. Að vísu ódýrasti tíminn enda fór það svo að við fiskuðum einungis urriða af ýmsum stærðum sem laxveiði gengur víst ekki út á.

Samt var þetta snilldar túr og dagurinn leið eins og örskot. Enda fór það svo að ég er búinn að gabba Sigga í meira og er kominn með samviskubit yfir að vera að gera hann gjaldþrota með veiðileyfakaupum.

En fé er bara til að fórna því í fjör.

Hef samt örlitlar áhyggjur af úthaldi okkar gömlu kallana. Túrinn í Kjósina var bara einn dagur og við vorum tvær vikur að jafna okkur. Næst á að taka 3 daga í beit...Vúhibbidíha

En ég hef þó 2 vikur á Kanarí að jafna mig eftir það...

þriðjudagur, júní 07, 2005

Merkilegt

Hvað það er erfitt að vaska upp glös. Eða fyrir mig það er að segja. Mér virðist fyrirmunað svona nær alltaf að hreinsa burt skánina sem vill setjast á brúnina auk þess sem glasadruslurnar verða svona skýjóttar og ógagnsæjar.

Enda fæ ég þetta alltaf í hausinn aftur frá gæðaeftirlitinu.

Ég vil meina að ástæðan sé sú að illmögulegt er að vaska upp með gleraugu. Og gleraugnalaus á ég erfitt með að sjá nógu vel bannsettan skítinn á glösunum.

Þannig að ég sé þrennt í stöðunni:

A: Að hætta að vaska upp(fara í verkfall)
B: Að fá vinnukonu
C: Að fara í leysisjónaðgerð

Sjá dyggir lesendur einhverja fleiri kosti í stöðunni og hvað myndu þeir ráðleggja Bamba?

föstudagur, júní 03, 2005

Snægrefillinn

Hér sé líf.

Leiðist að horfa upp á aumingja síðuna svona átdeitet.

Það hefur svo margt gerst síðan síðast að jafnvel kvart væri nóg. Bambi er víst að fara til Mónakó auk þess að skella sér með frúnni til Kanarí þar sem lögð verður stund á mullers æfingar og sjóböð.

Svo höfum við haft pylsur í matinn alla vega 5 sinnum síðan ég bloggaði síðast.

Gott ef ekki hefur hlýnað líka.