mánudagur, janúar 31, 2005

Shopusa

Bambi er nú á þriðju tilraun í að reyna að verlsa eitthvað frá henni Ameríku. Tækjafíkillinn í honum komst að því að það bráðvantar heimbíómagnara á heimilið. Svo er þetta líka svo fjandi ódýrt í Ameríku,bara næstum gefins. En heilmikla þolinmæði þarf þó til að standa í slíkum viðskiptum. Í fyrstu tilraun var varan uppseld og í annari þá vildu þeir ekki samþykkja íslenskt krítarkort. En pöntunin gekk í gegn hjá Amazon og nú er það helsta dægradvölin hjá Bamba að rekja vöruna út um króka og kima Bandaríkjanna. Svo er bara að krossa fingur og vona að draslið berist heim í stofu.

föstudagur, janúar 28, 2005

Um hægðir eða ekki

Í dag hafði ég ánægjulegar og temmilega áreynslufullar hægðir. Þurfti rétt aðeins að rembast en ekki svo að þetta væri harðlífi. Nauts...hvað heldurðu að Bambi sé slíkur dóni að hann sé farinn að blogga um skít! Bambi hefur hreint engar hægðir haft í dag og getur því ekkert sagt um gæði þeirra, þetta var bara plat..tíhí. En færsla dagsins er komin :)

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Kæra dagbók

Í dag fór ég í skólann, það var gaman. Ég lærði fullt fullt um einhverja Azteka sem voru víst alltaf að skera hjartað úr hvor öðrum og éta svo bara kjötið. Öllum krökkunum fannst það geðveikt ógeðslegt en kennarinn sagði bara að svona hefði þetta verið. Í kvöld er pasta í matinn hjá mér.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Degi hallar

Þá er enn einum dýrðardeginum lokið og hann var nokkuð viðburðarsnauður takk fyrir. Það er ekki einu sinni hægt að bölsótast yfir veðrinu,bara blessuð blíða miðað við árstíma. Annars er námið komið á hvínandi skrið og verkefni hlaðast inn hægri vinstri. En ef ég þekki Bamba rétt þá verður öllu frestað sem frestað getur fram á síðustu stundu og þá situr Bambi sveittur við að vinna upp syndirnar. Alveg hreint merkilegt hvað maður lærir aldrei af reynslunni!

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Kjamms á kjamma í Kjós

Þorrablótið var hreint yndælt um helgina. Ekki get ég sagt að ég hafi smekk fyrir öllu súra gumsinu sem var á boðstólum en ég hrúgaði vel af sviðasultu og rófustöppu á diskinn minn. Ég nagaði líka eins og eitt andlit bara upp á stemminguna, gekk illa að ná nokkru kjöti af þessu. Eftir hausaátið var svo stiginn dans langt fram á nótt og almenn gleði í gangi.

föstudagur, janúar 21, 2005

Gumbo

Gott ef það var ekki mynd, gætu þorrablót heitið Gumbo á útlensku?

Ómeti

En maður kvartar ekki ef brennivínslögg er með. Bambi brunar á þorrablót á morgun og þá aðalega fyrir skemmtanina því ekki er hann hrifinn af matnum. En Bambi hefur komist af því í gegnum tíðina að át á ónýtum mat er eingöngu afsökun fyrir almennum hittingi og svalli fram á nætur. Bambi er maður í blót. Andskotinn!!!
Haloscan commenting and trackback have been added to this blog.

Morgunskíma

Eða hreint ekki! Það er bara svartnætti á þessum árstíma og lítil skíma í gegnum gluggan nema af götuljósunum. Mér leiðist þetta svartnætti líkt og svo mörgum öðrum. En vorið er handan við hornið!

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Æ

Æ,,,,, þyrfi núna svolítinn innblástur. Þessi færsla er um ekki neitt.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Örleikrit nr.2

Í búðinni bollan hlær

Sviðið er kjörbúð

Afgreiðslukona: (grátandi) Af hverju kallaðirðu mig feitabollu

Kúnni: Nei, ég sagði hvar eru fiskibollurnar.

Afgreiðslukona: Nú

Tjaldið

Örleikrit nr.1

Í mykjunni býr ástin


Á sviðinu hefur verið komið fyrir all stórum mykjuhaug. Upp úr haugnum standa eingöngu höfuð tveggja leikara en allt annað er hulið í mykjunni.

Maður eitt: Varstu að prumpa?

Maður tvö: Nei!

Tjaldið

Brrr

Úff þetta er nú meiri veturinn. Það kallar á meiriháttar átak að koma sér fram úr rúminu og ekki síður er erfitt að koma sér úr húsi. Hvernig var það átti ekki að fara að hlýna á skerinu sökum gróðurhúsaáhrifanna? Það ber alltént lítið á slíku þennan veturinn! Svei mér þá, það er ekki laust við að ég væri til í smá áhrif og hita í staðinn fyrir þetta fjandans frost.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Ég heiti

Ekki Bambi svona í alvörunni en nafnið er til og leyfilegt er að skíra barnið sitt Bamba. Einnig er til fullt af fínum nöfnum fyrir nýungargjarna foreldra sem vilja aldeilis að þeirra krógi skeri sig úr fjöldanum. Má þar nefna nöfn eins og Ljótur,Ljúfur og Álfur. Hver myndi ekki bera nafnið Ljótur Álfur með stolti nú eða Ljúfur Bambi! Að ég tali nú ekki um nafn sem er víst til í dag, kvenmannsnafnið Mist Eik. Svosem hið fallegasta nafn við fyrstu sýn en prófið bara að lesa það upphátt! Það er ég viss um að foreldrarnir gerðu ekki, nú eða þau skilja ekki stafkrók í ensku!

Prufa

Bambi er beztur