þriðjudagur, janúar 25, 2005

Kjamms á kjamma í Kjós

Þorrablótið var hreint yndælt um helgina. Ekki get ég sagt að ég hafi smekk fyrir öllu súra gumsinu sem var á boðstólum en ég hrúgaði vel af sviðasultu og rófustöppu á diskinn minn. Ég nagaði líka eins og eitt andlit bara upp á stemminguna, gekk illa að ná nokkru kjöti af þessu. Eftir hausaátið var svo stiginn dans langt fram á nótt og almenn gleði í gangi.

Engin ummæli: