mánudagur, janúar 31, 2005

Shopusa

Bambi er nú á þriðju tilraun í að reyna að verlsa eitthvað frá henni Ameríku. Tækjafíkillinn í honum komst að því að það bráðvantar heimbíómagnara á heimilið. Svo er þetta líka svo fjandi ódýrt í Ameríku,bara næstum gefins. En heilmikla þolinmæði þarf þó til að standa í slíkum viðskiptum. Í fyrstu tilraun var varan uppseld og í annari þá vildu þeir ekki samþykkja íslenskt krítarkort. En pöntunin gekk í gegn hjá Amazon og nú er það helsta dægradvölin hjá Bamba að rekja vöruna út um króka og kima Bandaríkjanna. Svo er bara að krossa fingur og vona að draslið berist heim í stofu.

Engin ummæli: