þriðjudagur, janúar 18, 2005

Ég heiti

Ekki Bambi svona í alvörunni en nafnið er til og leyfilegt er að skíra barnið sitt Bamba. Einnig er til fullt af fínum nöfnum fyrir nýungargjarna foreldra sem vilja aldeilis að þeirra krógi skeri sig úr fjöldanum. Má þar nefna nöfn eins og Ljótur,Ljúfur og Álfur. Hver myndi ekki bera nafnið Ljótur Álfur með stolti nú eða Ljúfur Bambi! Að ég tali nú ekki um nafn sem er víst til í dag, kvenmannsnafnið Mist Eik. Svosem hið fallegasta nafn við fyrstu sýn en prófið bara að lesa það upphátt! Það er ég viss um að foreldrarnir gerðu ekki, nú eða þau skilja ekki stafkrók í ensku!

Engin ummæli: