miðvikudagur, janúar 19, 2005

Brrr

Úff þetta er nú meiri veturinn. Það kallar á meiriháttar átak að koma sér fram úr rúminu og ekki síður er erfitt að koma sér úr húsi. Hvernig var það átti ekki að fara að hlýna á skerinu sökum gróðurhúsaáhrifanna? Það ber alltént lítið á slíku þennan veturinn! Svei mér þá, það er ekki laust við að ég væri til í smá áhrif og hita í staðinn fyrir þetta fjandans frost.

Engin ummæli: