Þá er enn einum dýrðardeginum lokið og hann var nokkuð viðburðarsnauður takk fyrir. Það er ekki einu sinni hægt að bölsótast yfir veðrinu,bara blessuð blíða miðað við árstíma. Annars er námið komið á hvínandi skrið og verkefni hlaðast inn hægri vinstri. En ef ég þekki Bamba rétt þá verður öllu frestað sem frestað getur fram á síðustu stundu og þá situr Bambi sveittur við að vinna upp syndirnar. Alveg hreint merkilegt hvað maður lærir aldrei af reynslunni!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli