þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Ó

Mig auman, mikið déskoti er ég þreyttur eftir daginn. Búinn að púla í allan dag til þess að eiga aur fyrir lífsins nauðsynjum og ónauðsynjum. Nauðsynji eru nauðsynleg og ónauðsynji krydda tilveruna. Að vísu gæti orðið púla gefiið ranga mynd af vinnu Bamba sem felst í því að svara í síma allan liðlangan daginn. Er ekki púl meira svona tengt við að stafla sveittur hveitisekkjum í skemmur eða vinna við að flytja píanó? Og þó Bamba finnst að símsvörun geti verið argasta púl, maður verður bara öðruvísi þreyttur.

Engin ummæli: