miðvikudagur, febrúar 09, 2005

Bullar og sýður á Bamba

Argh!!! Bambi var eins og dyggir lesendur vita búinn að festa sér magnara frá Ameríku. Það er skemmst frá því að segja að eftir langa og stranga bið þá kom loks gripurinn í dag...eða ekki! Bambi fékk tilkynningu í dag að hann gæti loks sótt magnarann góða inn í Kópavog og Bambi hreint dreif sig af stað eftirvæntingafullur og glaður. Þegar heim var komið var auðvitað kassinn opnaður hið snarasta og Bambi bjóst við að sjá loks dýrðina með berum augum. En sjá, þegar litið var ofan í kassan var þar hreint engin magnari. Bara gamall tóner, eitt karton af ljósritunarpappír og búnt af bæklingum frá music city. Þessar glæpamyndir frá Ameríku eru greinilega allar sannar! Sem betur fer var Bambi svo forsjáll að tryggja sendinguna þannig að fjárhagstjón ætti að vera lítið. En það verður líklega bið á frekari netverslun á þessu heimili

Engin ummæli: