fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Kúba

Mig langar orðið svo til Havana að mig verkjar. Mig hefur lengi langað en nú er þetta orðið óbærilegt. Ástæðan....Ég er í kúrs sem heitir borgir og ferðamennska og þar erum við að læra um Mexíkó og Kúbu. Sá sem kennir okkur er menntaður í Mexíkó og hefur verið oft sem fararstjóri á Kúbu. Hann er hreint frábær kennari, segir skemmmtilega frá og notar kvikmyndir og tónlist í kennslu til að undirstrika andrúmsloftið sem hann er að koma til skila í fyrirlestrunum. Þetta hefur leitt til þess að ég kem syngjandi einhverja bulluspænsku heim úr hverjum tíma og spyr frú Bambi dreymandi hvenær við eigum að fara til Kúbu. Enda hefur þessi líflega kennsla gert það að verkum að ég hef drukkið í mig fróðleik um Kúbu og Mexíkó og er jafnvel farinn að leita uppi efni sjálfur á bókasöfnum. Hreint dæmalaust frábærir tímar sem maður vill ekki að taki enda. Viva Cuba

Engin ummæli: