miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Hópvinna
Ég er algerlega kominn með upp í kok af hópvinnu sem virðist vera eitthvað sérlega inn fyrirbæri í ferðamálafræðinni. Hópvinna þetta og hópvinna hitt, það liggur við að það séu fyrirskipaðar hópferðir á klósettið. Mér skilst að þessi þunga áhersla á hópvinnu sé tilkominn vegna þess að þegar við förum út í atvinnulífið þá byggist allt af hópefli og þvílíku. Vissulega er það rétt en öllu má nú ofgera. Nú til dæmis á ég og minn ágæti hópur að skrifa saman um upplifun á áfangastað. Upplifun er nokkuð persónubundið fyrirbæri og mér er því fyrirmunað að skilja af hverju það er verið að gera slíkt verkefni að hópverkefni. Kannski að við náum að bonda svo vel að við skrifum þetta sem einn hugur. Nei það held ég fjárann ekki...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli