miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Neyðin kennir...

Nöktum Bamba að vinna! Eftir einn kúrs í rekstrarhagfræði og einn í markaðsfræði hefur Bambi komist að því að hann bara fær enga peninga nema með því að vinna. Eða enga er kannski ofsagt, Bambi fékk einhverja hungurlús sem kallast námslán fyrir það eitt að taka áðurnefnda kúrsa og nokkra til en þau dugðu varla fyrir aumum hrísgrjónapakka. Þannig að Bambi einhenti sér út á vinnumarkaðinn og er svosem engin vorkunn af því og nú eru allar hillur fullar af hrísgrjónum. En eitthvað virðist hafa snarminkað tíminn í annað stúss og þar á meðal námið. En grefillinn hafi það þetta hefst allt að lokum.

Engin ummæli: