föstudagur, febrúar 11, 2005
Morgunsárið
Hvurn grefillinn á þetta orð eiginlega að þýða? Jæja það var svosem ekki tilgangurinn með rausi dagsinns. En alltént þá er Bambi vaknaður í morgunsárið og byrjaður að blaðra. Það gefst víst lítill tími til þess annars í dag þar sem dagkráin er þéttskipuð. Bambi þarf að vinna til átjánhundruð og þá tekur við vísindaferð á vinnustaðnum , hann býst því ekki við að koma heim fyrr enn eitthvaðhundruð einhverntímann. Bambi býður dyggum lesenda góða helgi og vonar að hún verði hin ágætasta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli