þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Fótbolti

Bambi hefur þurft að þjást hin síðustu ár. Hann er nefnilega Valsmaður og púlari, en þessi fornfrægu félög hafa ekki verið að gera neinar rósir undanfarin misseri. En nú er ekki útséð með bjartari tíð allavega hvað Val viðkemur, Liverpool þarf einhvern tíma enn til að hysja upp um sig brækurnar. Val hefur gengið alveg bærilega undanfarið og sankað að sér mönnum en þó leyfir Bambi sér varla að vona lengur að allt gangi upp. Það hefur verið svo fjári sárt að falla trekk í trekk undanfarin ár að best er að halda væntingum í lágmarki. En...... áfram VALUR

Engin ummæli: