fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Sumsé

Sat í þessu dýrindis fína barnafmæli. Börnin voru óttalega þæg og þægileg í umgengni þannig að lítið var um óbærilegan hávaða sem oft fylgir slíkum samkundum. Svo sást ekki vín á nokkrum manni. En rúsínan í pylsuendanum var þó að Bambi fékk uppáhalds matinn sinn Humarsúpu og át svo mikið að hann situr í keng með vindverki og vanlíðan meðan þetta er ritað.

Engin ummæli: