Ég gerðist suðrænn og skellti mér á Tapas barinn í kvöld ásamt frú Bambi. Alveg fannst mér það fyrirtaks staður og maturinn í hæsta máta ágætur. Hingað til hefur Bambi ekki þótt mikill matmaður og stundum hreinlega átt í vandræðum með að klára diskinn sinn. Bamba hreinlega leiðist stundum að borða og gerir það af skyldurækni einni. En á þessum ágæta stað bar svo við að Bambi leifði engu af diskunum sínum. Snilldar hugmynd svona smáréttir. Héðan í frá smáréttir í öll mál, takk fyrir!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli