mánudagur, febrúar 21, 2005

Böh

Hmm sá nú barasta enga dauga á draugasafninu. Einhver unglingstelpa virðist vinna við að spretta fram og segja böh en ég tel næsta víst að hún var sprellifandi. Nokkuð sætt að sjá tvíhöfða lömbin og illa uppstoppaða selinn en ég hafði ekki þolinmæði í að heyra 16 draugasögur í trekk svona ófullur. Veðrið skartaði sínu fínasta á Stokkseyri öfugt við þokuna hér og merkilegt nokk þá var alveg mökkur af flugum þarna og það í febrúar, kannski að það hafi verið svona afturgöngu eða afturflugs flugur? Sá enga eyri þrátt fyrir töluverða leit og verða það að teljast vonbrigði.

Engin ummæli: