Hvað er það undarlegasta sem þú hefur borðað? Þetta þykir Bamba skemmtileg spurning en hann er víst ekki svo frægur að fá inni í blöðunum og því spyr hann sig sjálfur. Tja ég ætti líklega að segja Bjór,sko dýrið þú veist ekki venjulegur bjór. Og svo hefur maður náttúrulega smakkað dádýr,hjört,björn og meira að segja djúpsteiktan krókódíl. En það alfurðulegasta sem ég hef smakkað hlýtur að vera þegar ég í einhverju forheimsku kasti tók upp á því að panta mér fisk á subbulegum stað í París. Það sem kom úr eldhúsinu var einhvers konar gul stappa sem líktist einna helst plokkfisk. Eina bragðið sem ég greindi var hvítlaukur og ég hef ekki hugmynd um hvort það var nokkur fiskur í þessu yfir höfuð, en eftir á að hyggja vona ég ekki. Það skal tekið fram að þessi réttur var látinn að mestu leyti óhreyfður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli