þriðjudagur, mars 29, 2005

Bambi snýr aftur

Eftir hreint dásemdar dvöl í sveitinni.

Nú tekur lífsbaslið við eftir frí og klukkan hringir miskunnarlaust eldsnemma á morgnanna.
En Bambi getur þó yljað sér við minningar um kind. Eða var það gimbur? Ársgamlar kindur
Eru það gimbur? Kindbur?

Bambi var nefnilega þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að eiga og skíra lamb síðastliðið vor sem nú er orðin bústin og myndarleg rolla. Hún heitir Ragnheiður og er svona svört með hvítan díl á rassinum, bar algerlega af öðru fé í sveitinni.

Uppi eru grunsemdir um að hún sé lömbuð þannig að það verður spennandi að sjá í vor hvort ekki enn bæti í flokkinn. Kannski að Bambi geti þá farið að sækja um landbúnaðarstyrki?

Engin ummæli: