þriðjudagur, mars 08, 2005

Brumm brumm bíp bíp

Segir bíllinn.

Við frú B erum í því veseni þessa dagana að uppfæra fjallatrukkinn okkar Ísbjörninn góða. Hann hefur þjónað okkur vel sá gamli en er kominn á aldur og í bílamálum er það víst full leyfilegt að yngja upp án þess að það kalli á almenna hneykslan. Vandamálið er bara hve óhemju tímfrekt leiðindavesen það er að kaupa sér notaðan bíl. Það eru hlutir eins og viðmiðunarverð, verð, árgangur, útlit og hvaðeina sem þarf að velta fyrir sér auk leiðinda skoðunarferða um bílasölur bæjarinns. Ég velti því hér upp ágætri viðskiptahugmynd fyrir unga bílaáhugamenn,(sem er til hellingur af hef ég heyrt) setjið upp bílakaupaþjónustu fyrir fólk sem hefur ekki hundsvit á þessu og vill ekki hafa það og rukkið einhverja þúsundkalla fyrir greiðan. Ég verð fyrsti viðskiptavinurinn.

Engin ummæli: