Heyrðist fína fólkið hrópa upp yfir sig þegar Jóse gamli hafði lokið við að hrista nokkra undurfagra tóna úr gullbarkanum. Jamm fór að sjá kallinn í gær, hvursu menningarlegur getur maður verið? Ekki það að ég hafi keypt miðann, mér myndi nú seint detta í hug að splæsa í tuttuguþúsund króna miða fyrir mig og frúna en ég virðist óhemju heppinn þessa daganna og ég vann tvö stykki.
Allt fína fólkið var auðvitað á svæðinu í sínu fínasta pússi og svo við frú Bambi. Skemmtum okkur ágætlega. Það er viss upplifun að sjá einn frægasta tenór heims svona live og Jóse hefur alveg hvínandi rödd og syngur með mikilli tilfinningu. Enda var hann klappaður upp þrisvar og virtist hrærður sjálfur á mótökunum kallinn. Bravó Jóse....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli