mánudagur, mars 07, 2005
Morning has broken
Hmm hvernig væri þetta þýtt? Morgunn hefur brotnað eða morgunskíma skóflar nóttinni frá? Morgunhjal hjá Bamba. Morgnarnir eru nefnilega farnir að verða svo miklu þolanlegri þegar það er ljóstýra í herberginu í stað þess að vakna og vita varla hvort það er nótt eða dagur nema með því að líta á klukkuna. Vorið er í nánd og maður er farinn að verða eitthvað miklu bjartari og bjartsýnni með hverju hænuskrefinu sem sólin stígur hærra á himinhvolfið. Bara verst hve óendanlega mikið er að gera á öllum vígstöðvum og Bambi svo óendanlega latur. En jafnvel það er að skána með hverjum deginum, ég sver það!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli