þriðjudagur, mars 01, 2005
Sveik
Hef einsett mér að lesa þá frábæru bók aftur. Las hana nokkuð oft hér í denn en nú er ekki úr vegi að endurnýja kynnin þar sem möguleiki er á pílagrímsferð. Dásamleg bók og dásamlegur kall hann Sveik. Ég veit þó ekki hvort tími leyfir frístundalestur þar sem ég er gersamlega að kafna í lærdómi, vinnu og almennum barlómi. Ég held að það hafi aldrei verið jafn mikið um verkefnavinnu í skólanum og á þessari önn og þó hefur þetta verið ýfrið fyrir. Ég sem hélt að þegar maður er kominn svona langt á leið í náminu þá slaknaði örlítið á þessum déskota. Auðvitað eru sum af þessum verkefnum bráðskemmtileg en önnur hreint arfadrepleiðinleg. Bæði þarf þó að vinna en þannig er víst lífið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli