mánudagur, mars 14, 2005
Ekki meir, ekki meir
Þetta er nú meiri sjálfspyntingarárráttan í Bamba blessuðum. Nú er hann búinn að lofa sér í leikrit og fyrsta æfing er í kvöld. Alltaf gaman að leika og lítið yfir því að kvarta en leiklist er tímafrek og tími er eitthvað sem er af skornum skammti þessa dagana. Af hverju getur Bambi ekki lært að segja nei svona stöku sinnum? Jæja, en víst maður er búinn að henda sér út í djúpu laugina þá er bara að taka því. Ég verð bara að sofa minna eða hreinlega sleppa því og vinna þannig upp tíma! Mikið afskaplega hlakkar mig til í sumar þegar ég verð “bara” að vinna. Það verður eins og að vera í fríi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli