fimmtudagur, mars 03, 2005
Mótorhjóla dagbækurnar
Horfði á fyrirtaks mynd í dag um æskuferð félaga Che með vini sínum frá Argentínu til Venesúela. Myndin er byggð á dagbókum Che sjálfs en hann hélt dagbækur meira og minna sín fullorðinsár. Virkilega vel gerð mynd sem hélt manni hugföngnum í tvo tíma og tónlistin í henni var skrambi fín. Í myndinni virkar hin mikla byltingarhetja á Kúbu, Che sem ósköp venjulegur lífsglaður ungur maður, heiðarlegur í hvívetna og kraftmikill þrátt fyrir astman. Sumir telja að þesi ferð hafi verið hvatinn að umbreytingu Che úr hlédrægum háskólastúdent í eldheitan byltingarmann. Ég er ekki frá því að greina megi slík merki í myndinni en ég læt lesenda mínum um að draga ályktun út af fyrir sig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli