Hmrumpf....
Bambi fór ásamt frú í dag og ætlaði að bóka miða að heimsækja Sveik. En Bambi hafði áður unnið miða fyrir einn til Prag og því þurfti einungis að greiða fyrir frúna.
Helvítis smáa letrið kom þó í veg fyrir pöntun í bili. Flugferðin sem Bambi vann var nefnilega afskaplega niðurnjörvuð í skilmálum. til dæmis mátti Bambi bara fara á klósettið einu sinni hvora leið, hann varð þó að kaupa og innbyrða að minnsta kosti 10 bjóra um borð í hvorri ferð án þess að verða fullur. Einnig var bambi skikkaður til að kaupa tollfrjálsan varning um borð fyrir að minnsta kosti 30 þúsund og hann mátti ekki undir neinum kringumstæðum bögga starfsfólkið um einhverskonar þjónustu.
Nei þessu lýgur Bambi að vísu en smáa letrið var þó til staðar á umræddri gjöf og stíft farið eftir því. Miðinn gildir bara frá mánudegi til fimmtudags í Mars eða Apríl sem hljómaði ekki svo illa í fyrstu. En vandamálið er bara það að lent er í Prag að kveldi Mánudags og lagt af stað heim eldsnemma morguns fimmtudag. Semsagt tveir dagar sem færi gefst á skoðunarferðum og pylsuáti. Bamba fannst það of lítið og vildi athuga hvort ekki væri smuga að koma heim á mánudegi og vera þannig í viku þó gjöfin góða segði til um annað ef hann borgaði eitthvað aukreitis. Það var algerlega af og frá og því ætlar Bambi að bíða með bókun enn um sinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli