fimmtudagur, mars 10, 2005

Júbbí alveg magnað

Magnarinn Magni kom loks í dag,langþráð stund enda er ég búinn að bíða síðan í Janúar. Mikil var gleði mín og tilhlökkun þegar ég opnaði kassann og sá að þar var alvöru magnari en ekki gamall tóner og ljósritunarpappír(sjá fleiri sögur af magnarakaupum). Ekki var verra að þeir öldungis öðlingar í shopusa sýndu þá góðu þjónustulund að láta Bamba sleppa við að borga fyrir flutningskostnað. Þegar magni kom til framtíðarheimkynna sinna þá var byrjað á því að taka hann ofurvarlega úr þrönga kassanum sínum og síðan eyddi Bambi næstu klukkutímunum í að lesa manjúala og setja allt upp svo það yrði alveg fullkomið, ekkert átti að klikka í þetta sinnið. Enda bárust strax ómþýðir tónar úr Magna og Bambi hlustaði hugfanginn, magnað! En viti menn Magni sem var svo sprækur og svo hress hann, hann bara dó eftir hálftíma notkun án nokkurar viðvörunnar. Bambi varð algerlega miður sín og hélt að allt væri fyrir bí eitt skiptið enn, en honum til mikils léttis kom í ljós að spennubreytirinn réði ekki við kraftinn í Magna og hafði því farið yfirum. Nú er Magni kominn með nýjan breyti sem næstum jafn stór og sjónvarpið okkar og allir una glaðir við sitt.

Engin ummæli: