fimmtudagur, mars 17, 2005

Það koma dagar

Þar sem manni virðist gersamlega ómögulegt að koma frá sér óbrenglaðri setningu. Hugmyndaflugið virðist hafa slökkt á sér og á skjánum sést ekkert annað enn þessi óþolandi blikk bendill á hvítum fleti.

Ég á að vera að skrifa fimmtán blaðsíðna ritgerð um gildi leiklistar fyrir menningartengda ferðaþjónustu sem á að skila á mánudaginn. Hljómar spennandi ekki satt?

Bambi sér fram á alveg bráðskemmtilega helgi!

Engin ummæli: